Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð
Peer reviewed, Journal article
Published version

View/ Open
Date
2020Metadata
Show full item recordCollections
- Import fra CRIStin [3817]
- Institutt for idrett, kosthald og naturfag [1107]
Original version
Guðmundsson, G. H., Jóhannsson, E., & Erlingur Jóhannsson. (2020). Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð. Læknablaðið, 106(4), 179–186. 10.17992/lbl.2020.04.575Abstract
TILGANGUR
Sífellt fleiri lifa lengi eftir meðferð vegna krabbameins. Þekking á langtímaáhrifum krabbameinsmeðferðar á þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði fólks, er mikilvæg fyrir þennan vaxandi samfélagshóp. Tilgangur rannsóknarinnar var tvíþættur: (a) að mæla þrek, holdafar, heilsutengd lífsgæði og persónueinkenni fólks sem hefur lokið við læknismeðferð vegna krabbameina undanfarin 10 ár; og (b) að athuga hvort þrek hafi fylgni við holdafar og heilsutengd lífsgæði fólks sem hefur lokið við læknismeðferð vegna krabbameina.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Áttatíu þátttakendur (25-77 ára) af báðum kynjum, sem voru í sjúkdómshléi eða álitnir læknaðir af krabbameini, svöruðu spurningalistum um heilsutengd lífsgæði (SF-36v2 og EQ-5D-3L) og persónuleika D (DS14). Blóðþrýstingur, líkamsþyngdarstuðull (LÞS), fituprósenta, þrek metið með 6 mínútna gönguprófi (6MWT) og ummál mittis og mjaðma var mælt. Notað var SPSS til að fá lýsandi tölfræði og við útreikning á fylgnistuðlum, miðað var við 95% marktektarmörk.
NIÐURSTÖÐUR
Tveir af hverjum þremur þátttakendum voru með einhverja þætti holdafars yfir viðmiðunarmörkum. Rúmlega helmingur þátttakenda var yfir kjörþyngd, 66,3% voru með mittisummál yfir viðmiðunarmörkum, 45,0% voru með hlutfall milli mittis og mjaðma yfir viðmiðunarmörkum. Gengin vegalengd í 6MWT var að meðaltali 634 m +/- 83 m. Marktæk fylgni (p<0,05) mældist á milli 6MWT og holdafars, ásamt 6MWT við flesta þætti heilsutengdra lífsgæða. Aðeins 13,8% þátttakenda mældust með persónuleika D.
ÁLYKTANIR
Holdafar fólks sem hefur lokið við krabbameinsmeðferð er almennt yfir viðmiðunarmörkum. Þrek hefur fylgni við heilsutengd lífsgæði og holdafar fólks sem hefur lokið við krabbameinsmeðferð.